Adam og Eva

Ég fór í Adam og Evu um daginn. Ég var í bænum og ákvað að kíkja í búðina, aðallega til þess að skoða en langaði líka að fjárfesta í nýrri klámmynd. Ég verð að segja að úrvalið af leikföngum fer hrakandi. Ég sá ekkert þarna inni sem mig langaði í. Yfirleitt sé ég allavega einn eða tvo hluti sem væri gaman að bæta í safnið. Oki, ég sagði kannski ekki alveg satt. Ég sá einn titrara sem mig langaði í, en hann kostaði líka ríflegar tíu þúsund krónur og ég týmdi ekki að kaupa hann. DVD úrvalið var aftur á móti mjög veglegt. Á tveimur veggjum voru myndir sérstaklega handa konum. Þarna voru fullt af myndum sem ég hefði alveg verið til í að eiga og fylltist hálfgerðum valkvíða. En á endanum valdi ég eina, Dog World, og sé sko ekki eftir því.

Þetta er hreinlega besta klámmynd sem ég hef séð. Framleidd af konum fyrir konur. Söguþráðurinn er ekkert spes, en töluvert betri en í allflestum klámmyndum. Og klámatriðin sjálf eru frábær. Þau eru einmitt tekin frá því sjónarhorni sem ég vil vera að horfa á. Ekki þessi endalausu stöðluðu sjónarhorn sem maður sér allsstaðar. Stellingarnar eru líka eitthvað sem ég fíla mjög vel. Þær eru fjölbreyttar og líflegar. Sumt sem ég hef aldrei séð áður. En kannski hef ég ekki verið að leita eftir því. Tökurnar, búningar, sviðsmynd er eitthvað sem er búið að leggja mikinn metnað í svo mér finnst þessi mynd virkilega tvöþúsund krónanna virði. Þetta er mynd sem ég á eftir að nota oft og iðulega ;o)

Annað sem ég vil koma til skila er að mér fannst þjónustan í Adam og Evu alveg til fyrirmyndar. Konan sem afgreiddi mig vissi upp á hár um hvað hún var að tala og gat ráðlagt mér, þekkti vöruna vel og almennt viðhorf og framkoma hennar var til fyrirmyndar.

Ummæli

Vinsælar færslur