Næturvakt

Ég er á næturvakt núna. Þær eru alltaf frekar rólegar, svo ég ákvað að taka tölvuna með mér og reyna að skrifa eitthvað. Þegar ég kveikti á tölvunni fór geisladrifið á fullt og ég fór að rifja upp hvaða diskur væri í því. Loksins þegar tölvan var búin að starta sér opnaðist media-playerinn og á skjánum birtist klámmynd. Vúps...! Ég fékk sjokk og lækkaði niður úr öllu valdi og reyndi að slökkva á myndinni, en svo virðist að alltaf þegar manni liggur á, þá virðist tæknin vera mun lengur en venjulega. En það slokknaði á myndinni og enginn sá hana. Fjúkk... :D

Eins og ég sagði þá ætlaði ég að reyna að skrifa svolítið í nótt. Mér tókst að klára eina sögu. Þetta er svona nett fantasía sem ég hef verið að gæla við. Þarna er hún skrifuð í annarri persónu, út frá sjónarhorni subbsins. Svolítið löng, en það er ekkert verra. Sagan er næstum tilbúin. Á bara eftir að lesa hana yfir og koma henni á netið, en gallinn er að ég kemst ekki á netið í fartölvunni í vinnunni, svo þessi saga kemur inn einhverja næstu daga.

Þegar maður skrifar svona sögur þá setur maður sig alveg í hlutverk þess sem maður skrifar um. Það að setja upp mjög æsandi aðstæður í höfðinu á mér æsti mig verulega og stytti mér mjög svo stundir í nótt. Helsti ókostur þess er að núna er ég orðin rosalega gröð og langar svakalega í gott kynlíf. Ég hugsa að G eigi eftir að verða fyrir barðinu á þessari greddu minni þegar ég kem heim á eftir ;o)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Jæja, varstu til í tuskið þegar þú komst loksins heim?
:)
Prinsessan sagði…
Ójá... ;o)

Vinsælar færslur