Útlit

Ég er ekki ein þeirra sem set útlitið fyrir mig þegar kemur að kynlífi. Auðvitað eru sumir hlutir sem ég laðast frekar að en aðrir. Ég kysi frekar hávaxinn mann en lágvaxinn, ég vil kysi heldur þéttann mann heldur en horaðann o.s.fr. En það sem ég leitast frekar eftir eru andlegu kostirnir. Sjálfsöryggi, gáfur, kímni og hlýja. Hitti ég mann sem geislar af sjálfsöryggi, sé gáfaður og einlægur, fyndinn og hlýr í framkomu þá væri það maður sem ég myndi ekki hika við að fara upp í rúm með nánast sama hvernig hann liti út.
Nánast sama hvernig hann liti út. Ég hitti nefninlega mann um daginn sem var skemmtilegur, gáfaður, sjálfsöruggur, mjög fær í sínu fagi, kom vel fram við alla, mjög klár og flottur maður í alla staði. Ég stóð sjálfa mig að verki við að spá í það hvort ég myndi sofa hjá þessum manni. Fljótt á litið hafði hann allt til að bera sem ég sækist eftir.
En það var einn galli sem ég hreinlega komst ekki yfir. Maðurinn var alveg hrikalega feitur! Svo feitur að ég hreinlega efast um að tippið á honum hafi náð út fyrir fituforðann. Ég hef sofið hjá feitum mönnum áður og notið þess vel, en ég hugsa að þessi hafi verið hátt á annað hundrað kíló. Ég veit vel að maður á ekki að hugsa svona, andlegu kostirnir eru jú það sem ég sækist helst eftir og læt útlitið venjulega ekki þvælast fyrir mér. En ég einhvernveginn gat ekki sé mig stunda kynlíf með þessum manni.
Reyndar gat ég alveg séð það fyrir mér að hann færi niður á mig, en það náði eiginlega ekkert lengra en það.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Alltaf hefur mér fundist kynþokkinn koma innanfrá og því hefur útlitið ekki svo mikið að segja á því sviði. Hef bæði hitt gull fallegt fólk sem er eins og ísklumpar og svo fólk sem er ekki fallegt á hefðbundinn hátt en geislar af meiri og meiri fegurð eftir því sem maður talar lengur við það.

Alltaf gaman að lese bloggið þitt!

Vinsælar færslur