Á netinu í vinnunni

Það er msn í vinnutölvunni og hérna er svona "vinnu-msn" ef svo má kalla. Þ.e. einhver hefur stofnað msn aðgang í nafni vinnunnar minnar og tölvan hérna er alltaf tengd á þann aðgang.
Nema hvað, núna áðan þegar ég kíkti á netið í vinnunni kom upp gluggi á msn. Einhver Evalyn fór að spjalla við mig á ensku. Áður en ég hafði ráðrúm til þess að kynna mig var hún bað mig vinsamlegast að láta engann vita í spjallherberginu um eitthvað sem ég hafði ekki hugmynd um. Hún var alveg ferlega elskuleg við mig og kallaði mig "babe" og allar græjur. Síðan sagðist hún vera orðin of sein í show og að við myndum spjalla seinna. Það eina sem ég gat sagt var ok og síðan . Eftir á kom auto-message um að ég gæti kíkt inn á einhverja tiltekna síðu til að horfa frítt á ögrandi vefmyndavéla sýningu.
Þegar ég síðan fór að skoða þá sem voru inni á vinnu-msninu þá voru þar nokkrar svona stelpur, auk vinnufélaganna. Mín ályktun er sú að einhverjum hefur leiðst hérna í vinnunni og farið á stelpuveiðar. Ég er svo sem ekkert að dæma um það, enda veit ég hvað næturvaktirnar geta verið langar og viðburðalausar, nema: Mér finnst lágmark að menn allavega feli svona lagað fyrir samstarfsfólki. Þ.e. eyði viðkomandi út af msninu eða noti sitt eigið msn.

Það geri ég að minnsta kosti líka ;)

Ummæli

Vinsælar færslur