Secret diary of a call girl

Ég er gjörsamlega dottin ofaní þessa þætti. Þeir fjalla s.s. um vændiskonu í London og líf hennar. Þeir eru byggðir á bók sem var gefin út fyrir nokkrum árum og er skrifuð af konu sem var í vændi á sínum tíma til að fjármagna námið sem hún var í, ef ég man rétt.

Einusinni var ég næstum búin að selja mig. Tilhugsunin heillar mig svolítið. Það að selja aðgang að líkama þínum til afnota fyrir einhvern annan aðila finnst mér spennandi tilhugsun. Undir niðri er þetta kannski hluti af þeirri pælingu sem heillar mig alltaf; að vera hlutgerð.
Þegar ég hugsa um mig sem undirgefna þá er það þessi hlutgerving sem heillar mig alltaf. Ég verð bara eins og hlutur, húsgagn eða álíka. Ég einhvernveginn missi alla löngun og sjálfstæðan vilja og vil bara gera það sem drottnarinn vill að ég geri. Stundum geng ég það langt með þetta að ég verð eða vil vera algjörlega aðgerðarlaus. Að þurfa bara að vera, ekki að hugsa eða gera, því það er gert fyrir mig, ég þarf bara að taka við.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mjög áhugaverðar pælingar sem leiða hugan að hinu eílífa umræðuefni um hugarástand og hamingju fólks sem selja aðgang að líkama sínum.

Hef velt þessu talsvert fyrir mér og sveiflast svolítið á milli í skoðunum en kemst alltaf að þeirri niðurstöðu að það er "valið" sem málið snýst um.
Sem sagt hvort þú hefur val og sjálfstæði eða neyð og nauðung.

Kv ESS

Vinsælar færslur