Er enn á lífi

Ég er enn á lífi. Það er búið að vera klikkað að gera í skólanum undanfarið og það verður þannig fram í miðjan des, þannig að ég efast um að ég eigi eftir að skrifa mikið inn þangað til.

Ég var á göngu í skólanum ekki alls fyrir löngu og sá þar auglýsingu sem ég hefði eiginlega ekki viljað sjá. Auglýsingin var frá Kynís sem er félag kynfræðinga á Íslandi. Þarna var verið að auglýsa SEX daga, sem voru haldnir að því tilefni að núna loksins er hægt að fara í nám í kynfræði á Íslandi. Ég var mikið að spá í að fara á sínum tíma til San Francisco einmitt í þetta nám!! En ákvað í staðinn að fara í sálfræðina. Þessi auglýsing sló mig gjörsamlega út af laginu! Mig dauðlangar að fara í þetta nám, en það væri þá viðbót upp á ár eða tvö í námi og ég er ekki viss um að ég sé tilbúin til þess. Ef að ég held áfram að detta um svona spennandi nám á gögnum háskólans verð ég í námi til fimmtugs!!
En ég er samt mikið að spá í að reyna að troða þessu inn einhversstaðar.

Ummæli

Vinsælar færslur