Til gamals elskhuga míns

Mér verður oft hugsað til þín og þess tíma sem við áttum saman. Alltof stuttur þegar litið er til baka. Við elskuðumst og með atlotum þínum kenndiru mér svo margt. Þú kenndir mér að njóta og þú kenndir mér að þiggja. Þú kenndir mér að það að gefa getur gefið manni svo miklu meira en það að þiggja. Í gegnum staðfesti þína lærði ég að slaka á og vera ég sjálf sem elskhugi. Ég lærði að kasta af mér því gervi sem ég hafði búið mér til og hætta að vera með uppgerðarástríðu og óhljóð, því ástríðan og nautnastunurnar komu af sjálfdáðum með snertingu þinni. Ég var svo berskjölduð með þér, en þú sýndir mér að ég sjálf, eins og ég er og án allrar uppgerðar, er falleg, kynþokkafull og eftirsóknarverð og með blíðu þinni lærði ég að meta það. Með þér lærði ég að njóta þess sem líkami minn hefur upp á að bjóða. Þú kenndir mér að biðja um það sem ég vil, en ekki vonast til þess að elskhuginn lesi hugsanir mínar. Með þér lærði ég að taka fyrsta skrefið.

Ég á þér svo óendanlega margt að þakka. Þegar við kynntumst var ég stelpukjáni, en með þér lærði ég að vera kona.


Ég vona að þú lesir þetta og ég vil að þú vitir að ég sakna þín.
-Þú veist hvar mig er að finna.

Ummæli

Vinsælar færslur