Fantasíur

Mér finnst eins og ákveðin vakning eigi sér stað núna með útgáfu bókarinnar Fantasíur. Fólk heldur ekki vatni yfir þessari bók og mér finnst það mjög skiljanlegt ;o)

G gaf mér þessa bók um daginn og ég er að sjálfsögðu búin að lesa hana spjaldanna á milli. Ég mæli eindregið með henni enda hugmyndin á bak við hana frumleg og falleg. Bókin sjálf er falleg og inniheldur fullt af skemmtilegum sögum.

Það er þó eitt sem angrar mig við hana. Í formálanum kemur fram að „í flestum tilvikum var textinn aðeins stílfærður lítillega en stundum var hann unninn meira, ýmist styttur eða skerpt á einstökum atriðum“. Ég er ekki sammála þessu.

Mér finnst að með því að stílfæra og laga fantasíurnar sé ritstýran að sýna þeim vanvirðingu sem hafa lagt það á sig að skrifa fantasíu senda henni. Hún tekur sér bessaleyfi til að laga þær til og stytta eða skerpa á einstaka atriðum eftir því sem henni sýnist. Kannski er það hluti af fantasíunni að hún sé svona löng, stutt eða skrifuð á þennan hátt! Mér finnst að með þessum hætti er hún að smita fantasíur annarra með eigin hugmyndum um hvernig þær eigi að vera og mér finnst það á engan hátt rétt.

Ég get svosem ekki talað fyrir hönd annarra en ég veit að ég yrði langt frá því að vera sátt við það ef að einhver breytti einhverju við mínar sögur og fantasíur.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
sammála :)

Vinsælar færslur