Hvað skiptir máli?

Undanfarið hef ég verið að gera tiltekt í lífi mínu og endurskoða ýmislegt. Þessa spurningu hef ég haft að leiðarljósi. Hvað skiptir máli? Eða frekar: hvað skiptir mig máli? Hvað vil ég hafa í mínu lífi til að vera ánægð og sátt? Það kemur eflaust engum á óvart að þar ofarlega á blaði er kynlíf. Að stunda gott kynlíf reglulega skiptir mig gríðarlega miklu máli. Ég er bara það mikil kynvera að ég get ekki huxað mér að vera án góðs kynlífs, í hvaða formi sem það er. Það þarf alls ekki að vera að það sama að gilda um aðra og þó að flestum finnist kynlíf gott þá myndu margir örugglega taka ýmislegt fram yfir kynlíf. Sem dæmi um þetta má nefna að ég heyrði það einhverntíman í útvarpinu að fullt af fólki hangir frekar aðeins lengur á facebook en að skríða upp í rúm til að stunda kynlíf með makanum. Ég er ekki ein af þeim. Ég vil fá eitthvað á hverjum degi. Það þarf ekki endilega að vera miklar ríðingar, stunur og læti. Það þarf þess vegna ekki einusinni að innihalda samfarir. Innilegur koss, strokur, klíp, nart í eyrnasnepilinn, það að vita að honum finnist ég eggjandi og girnileg er nóg fyrir mig. Af svona litlum atlotum líður mér vel og nýt mín í botn. Þetta hefur líka mjög góð áhrif á sjálfið og sendir mig geislandi út í daginn.

Svo virðist að forgangsröðin hjá okkur G sé mismunandi hvað þetta varðar. Hann virðist ekki hafa þessa sömu gríðarlegu kynþörf og ég og eftir sex ár í sambúð hafa komið tímabil þar sem kynlífið hefur setið á hakanum. Það má ekki skilja þetta þannig að ég hafi verið spólgröð og hann algjörlega áhugalaus heldur hefur verið einhver dofi yfir okkur báðum. Eins og hjá svo mörgum pörum hefur kynlífið dottið í ákveðið far, hann gerir svona, ég bregst svona við, ég geri hitt, og hann bregst við því og bæði fáum við okkar út úr því án þess að það séu einhverjir flugeldar á ferð. Snertingin hans og atlot verða mjög kunnuleg og með tímanum verður erfiðara og erfiðara að gera eitthvað nýtt og öðruvísi. Ástæðan þar liggur sumpart ú því að við höfum prófað flest nýtt og öðruvísi svo það er ákaflega fátt eftir að prófa.

Á þannig stundum hef ég litið til baka til fyrri tíma þegar ég flögraði elskhuga á milli. Spennan að hitta einhvern nýjan, læra á nýjan líkama, finna nýja snertingu, nýja lykt og upplifa önnurskonar atlot. Í baksýnisspeglinum er þetta baðað ljósrauðum heillandi bjarma og ég sakna þess að geta upplifað eitthvað nýtt. Ég er það heppin að við G höfum alltaf getað rætt allt og við höfum meðal annars rætt þetta og möguleikann á því að opna sambandið. Núna er svo komið að við viljum prófa það og höfum sett skýran ramma yfir hvað má og hvað ekki. Reglurnar eru fáar og einfaldar og við höfum tækifæri til þess að hitta annað fólk fram í desember.

Óneitanlega eru spennandi tímar frammundan og mér finnst eins það hafi lifnað yfir okkur báðum. Ég hef alltaf pælt í öðrum karlmönnum og dáðst að þeim í fjarska, en núna get ég líka gælt við þá hugmynd að þetta gæti farið lengra en augnagotur. G er líka farinn að horfa á aðrar stelpur og ég verð að viðurkenna að mér finnst það bara skemmtilegt. Áhugi okkar á öðru fólki hefur endurvakið áhuga okkar hvort á öðru og við blómstum bæði. Með heiðarleika að vopni, trausti og góðum samskiptum okkar á milli erum við að byrja nýjan og spennadi kafla í lífi okkar.

Vinsælar færslur