Bílar

Karlmenn á stórum bílum eiga víst, gróusögunni samkvæmt, að vera með minna undir sér. Ég stend mig samt að því að kíkja frekar á ökumenn stórra og glansandi bíla en ökumenn minni og síður glansandi bíla.
Ég hef verið að velta því þessu fyrir mér og held að þetta gæti verið eitthvað tengt þróunarsálfræði: ef að þú hefur efni á að eiga stórann og glansandi fínan bíl, hlýturu að hafa efni á því að koma vel fram við(dekra) konuna í lífi þínu og hafa efni á að sjá fyrir fjölskyldu. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er síður en svo málið hjá flestum og á ekki við mikil rök að styðjast.

Engu að síður þá eyði ég frekar tíma að kíkja inn í stóra, dýra, flotta og glansandi bíla en þá sem eru minni, ódýrari/eldri, ljótir og mattir.

Gallinn við þetta er auðvitað hve margar konur eru á flottum bílum í dag.

Ummæli

Vinsælar færslur