Góð hýðing eða léleg

Ég er marin á rassinum!! G benti mér á þetta í morgun, nokkrum dögum eftir leik, og þegar ég kíkti í spegilinn blöstu við mér nokkrir blásvartir mis-stórir marblettir þvert yfir rassinn á mér. Þetta er brot á þeim reglum sem við lögðum upp með í upphafi; það má ekki sjá á mér eftir leik, hvað þá nokkrum dögum seinna!!
Þetta er í fyrsta skipti á mínum BDSM ferli sem að það sér svona mikið á mér. Ég hef aldrei lent í þessu áður og ég veit ekki alveg hvað mér finnst.

Í kjölfarið á þessu fór ég að velta því fyrir mér hvað einkennir góða hýðingu og komst að því að þegar hýðingu á að framkvæma þarf maður að hafa nokkur atriði í huga.

1. Maður verður að fara rólega af stað og hita vel upp. Byrja hægt og laust og auka svo jafnt og þétt álagið. Maður verður að vinna í svæðinu og fá húðina til að roðna áður en maður fer að beita miklu afli í höggin. Þetta er alveg eins og upphitun í íþróttum, maður fer ekki óupphitaður að gera erfiða æfingu.

2. Maður verður að geta lesið í þann sem á að hýða og vita hvenær höggin eru of þung eða sársaukafull. Ef að maður er áð leika við nýjan aðila er góð leið að gera leik úr þessu. Maður slær leikfélagann og leikfélaginn gefur högginu einkunn frá 0-10, þar sem 10 er verst. Gott er að miða við að hafa bara ákveðinn fjölda af höggum upp á 10 til að ganga ekki frá leikfélaganum. Með þessu móti getur maður gert sér grein fyrir því hver sársaukaþröskuldur leikfélagans er.

3. Maður verður að þekkja áhöldin sem maður notar. Mismunandi áhöld gefa mismunandi vond/góð högg og eru mis vond. Það skiptir þá miklu máli að nota áhöldin samkvæmt því og samkvæmt því sem leikfélaginn þolir. Það er ágæt leið að prófa á handleggnum á sjálfum sér eða bara spyrja leikfélagann.

Sé þetta haft í huga þegar hýðing er framkvæmd eru mestar líkur á því að báðir aðilar njóti hennar í botn og litlar líkur á áverkum umfram glóandi rauðann rass.

Ummæli

Vinsælar færslur