Íslenskir karlmenn með stærstu tippi í evrópu

Um daginn birtist grein í fjölmiðlum sem fékk talsverða umfjöllun. Í greininni var greint frá niðurstöðum rannsóknar sem kannaði limstærð karlmanna eftir löndum. Íslendingar voru þar ofarlega á blaði, stærstir karlmanna í evrópu með meðalstærð upp á 16,51 cm(ef ég man rétt).
Ekki slæmt það!! Þegar betur er að gáð þá er þetta mjög óvísindaleg rannsókn. Gögnunum var safnað með netkönnun þar sem hver svarar fyrir sjálfan sig. Þá geta ýmsar skekkjur læðst með.
Í fyrsta lagi gætu menn verið að bæta aðeins við stærðina til að líta betur út.
Í öðru lagi þá skiptir máli hvaðan er mælt á limnum, að ofan, neðan, á hlið? Hver staðsetning gefur mismunandi niðurstöður.
Í þriðja lagi mælitækið. Það getur gefið mismunandi upplýsingar að mæla með málbandi eða reglustiku.
Réttast er að rannsakandinn mæli limina sjálfur eftir ákveðnum stöðlum. Það er samt ekki mjög spennandi fyrir margan manninn að einhver annar sé að mæla liminn.

Ég verð samt að segja að þessari niðurstöður stemma við mína reynslu af íslenskum karlmönnum. Ég þyrfti samt að prófa menn af öðrum þjóðernum til að sannreyna þetta. Er ekki einhver hérna frá Kongó?

Ummæli

Vinsælar færslur