Kvenlæg athygli

Ég hef tekið eftir því undanfarið að konur veita mér meiri athygli en áður. Núna er ég frekar gagnkynhneigð og konur höfða ekki mikið til mín kynferðislega en kannski sendi ég frá mér röng skilaboð. Ég man eftir þremur dæmum þar sem stelpa sýndi mér óþarfalega mikla daðurslega athygli.

Nr. 1: Í stórmarkaði. Ég beið í röð við kassan og afgreiðslustúlkan leit á mig. Það er svosem ekkert óvenjulegt við það, hún var að bíða eftir að greiðslan hjá viðskiptavininum á undan færi í gegn. Hún kíkti fljótlega á mig aftur, ég brosti kurteysislega og skilningsríkt til hennar, enda hef ég verið í hennar sporum. Hún aftur á móti ljómaði öll á móti mér. Fór að dilla sér, laga hárið og brosti nær allan tíman sem að hún afgreiddi mig. Ég hef aldrei fengið svona viðbrögð frá afgreiðslustúlku fyrr.

Nr. 2: Á kaffihúsi. Ég fór á kaffihús og keypti mér swiss-mokka. Afgreiðslustúlkan tók við greiðslunni og fór að laga kaffið mitt. Hún brosti ferlega sætt til mín og fór að spjalla við mig á meðan hún lagaði kaffið mitt. Á meðan hún var að spjalla við mig horfði hún mikið á mig, brosandi, ofur hress og setti sig í stellingar. Sem hún var ekki við viðskiptavininn á undan mér.

Nr. 3: Reyndar í samtökunum '78. Ég fór þangað til að hitta vinkonu mína. Þar var fullt af fólki en ég tók eftir því að ein stelpa fór að veita mér sérstaka athygli. Hún horfði mikið á mig, reyndi að ná augnsambandi við mig og var einhvernveginn alltaf í kringum mig og vinkonu mína. Mér fannst þessi athygli frekar óþæginleg og varð rosalega feimin og meðvituð um sjálfa mig fyrir vikið.

Ég verð að viðurkenna það að ég er pínu upp með mér að fá svona athygli frá konum. Það gæti verið að ég sé með svona sterka kynferðislega útgeislun þessa dagana, enda er kynlíf einhvernveginn það eina sem kemst að hjá mér. Það gæti líka verið stutta hárið.
Því miður fyrir stelpurnar þá er ég bara miklu hrifnari af karlpeningnum. Finnst einhvernveginn of mikið af brjóstum og of lítið um tippi á milli tveggja kvenna.

Ummæli

Vinsælar færslur