Nýjasta nýtt

Það nýjasta nýtt í dag eru lýtaaðgerðir á píkum til að fegra þær.
Það þykir víst ekki flott að innri barmarnir lafi niður fyrir ytri barmana og því ekkert sjálfsagðara en að laga það. Svona í leiðinni er hægt að þrengja leggöngin aðeins til að auka á kynferðislegan unað(hans?).
Ég ætla ekki að fara að prédika neitt yfir þessum og tel að þetta sé alfarið á ábyrgð hverrar konu fyrir sig. Fyrir sumar skiptir kannski máli að vera með píku sem þykir flott.

Ég verð samt að gera pínu athugasemd á það að leggöng séu þrengd!
Í fyrsta lagi: Hvaða áhrif ætli það hafi á barneignir þessara kvenna? Ætli það sé ekki meiri hætta á auknum sársauka og hreinlega að þær rifni? Ég hef aldrei átt börn, svo þetta eru bara vangaveltur.
Í öðru lagi: Hvað með að gera bara grindarbotnsæfingar? Sömu niðurstöður, aðeins meiri "vinna" fyrir hana en það er algjörlega náttúruleg leið. Er það bara leti að skella sér í aðgerð þegar maður getur gert æfingar sem hafa sömu áhrif?

Ég er mjög sátt við mína píku og færi því seint í svona aðgerð og grindarbotninn er í góðri þjálfun ;o)

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú ættir þá að skoða þessa frétt!
http://www.zappinternet.com/video/XuPxTolDid/Depilacion-Laser-en-informativos-finlandeses

Vinsælar færslur