Skondið

Í gegnum tíðina hef ég alveg sofið hjá fleiri en einum og fleiri en tveimur (í einu meira að segja) og hefur það yfirleitt gengið stórslysalaust fyrir sig. Þar af leiðandi er listinn yfir hjásvæfur í blómabókinni orðinn ansi langur og í sumar lenti í frekar furðulegum aðstæðum.

Á sínum tíma var ég að leika við strák sem átti vinkonu sem langaði að leika við stelpu. Ég sló til í þríleik og við skemmtum okkur öll mjög vel saman einn eftirmiðdag. Síðan eru liðin mörg ár og í millitíðinni kynntist ég G og það tókust með okkur ástir og allt það. Stelpan sem tók þátt í þríleiknum reyndist svo vera góð vinkona mágkonu minnar. Hún heldur ennþá sambandi við strákinn og einhvernveginn æxlaðist það þannig á útihátíð í sumar að á fjórum fermetrum voru ég, G, stelpan, strákurinn, mágkona mín og svili. Ég var búin að sofa hjá þremur af fimm manneskjum á þessum fjórum fermetrum. Það eru alveg 60%!

Geri aðrir betur!

Ummæli

Vinsælar færslur