Annarra manna fantasíur

Fantasíur eru hugarburður fólks, eitthvað sem heillar og æsir en þarf ekki endilega að eiga sér stoðir í raunveruleikanum. Sumar fantasíur eru bara fantasíur og eiga aðeins heima í huga fólks á meðan aðrar eru kannski til þess gerðar að láta verða af þeim. Hver og ein er samt einstök.

Um daginn var ég að gramsa á alnetinu og datt niður á fantasíu. Nikkið kannaðist ég við og aldurinn passaði við mann sem ég hitti nokkrum sinnum á sínum tíma. Það er langt síðan ég missti samband við þennan mann en mér verður alltaf af og til hugsað til hans.
Fyrir forvitnissakir fór ég að lesa þessa fantasíu. Hún var falleg og einlæg og listilega vel skrifuð. Mig rak þó í rogastans þegar ég las lýsingu á sjálfri mér í henni. Lýsingin var frekar nákvæm og í henni var minnst á nokkur líkamleg séreinkenni mín. Mér varð pínu brugðið og fannst ég á einhvern hátt vera berskjölduð gagnvart umheiminum. Á sama tíma var ég mjög upp með mér. Það er mikill heiður fólginn í því að eiga sér stað í fantasíu annarrar manneskju. Fyrir utan hvað það hefur góð áhrif á sjálfið.

Ummæli

Vinsælar færslur