Blogger.com

Það er langt síðan ég byrjaði að blogga og hef alltaf gert það í gegnum þessa sömu síðu. Tækninni hefur að sjálfsögðu fleigt fram og núna hefur maður aðgang að allskyns upplýsingum sem tengjast bloggsíðunni. Til dæmis getur maður fylgst með traffíkinni á síðuna. Þess má geta að síðan í haust hafa flettingar rokið upp mér til mikillar gleði og ánægju. Í september voru flettingarnar 665 og í október voru þær 714. Hver veit hvernig nóvember verður?

Ég get líka fylgst með því hvaðan fólk er að kíkja á síðuna mína og af hvaða síðum það er að koma. Að sjálfsögðu eru flestir lesendur mínir staðsettir á Íslandi, en það eru þó nokkrir lesendur mínir staðsettir í öðrum löndum. Það allavega kíkja einhverjir inn frá Noregi, Spáni, Bandaríkjunum og Belgíu. Meira að segja virðist ég eiga aðdáanda í Sádi Arabíu.

Mér finnst rosalega gaman að skoða svona allskonar tölfræði. Ég ætla þó að hlýfa lesendum mínum fyrir því að ræða um jafn óspennandi hlut tölur.

Ummæli

Vinsælar færslur