Brasilískt vax

Eftir að hafa hitt karlmann sem fer reglulega í vax fannst mér ég varla getað verið minni manneskja og ákvað að skella mér sjálf. Ég hef verið að gæla við þessa hugmynd af og til lengi en hef aldrei þorað að láta verða af því. Aðallega af því að ég hélt að þetta væri svo agalega vont. Ég ræddi þetta við reynslumeiri kvenmann sem mælti hiklaust með þessu og sagði að þetta væri bara verst í fyrsta skiptið. Málið er að ég var auðvitað að fara í fyrsta skipti. Hún sagði líka að hún hafi bara einusinni orðið marin eftir vaxmeðferð, þó að vinkona hennar hafi nú einusinni rifnað en það væri samt ekkert að óttast. Þetta var síður en svo hughreistandi fyrir mig.

Þannig að með kvíðahnút í maganum mætti ég á snyrtistofuna. Konan á snyrtistofunni var mjög almennileg og þegar á leið kom í ljós að ég þurfti engu að kvíða. Vissulega er þetta ekkert dekur en þetta var heldur ekki jafn hræðilegt og ég var búin að sjá fyrir. Ég komst ekki bara lifandi frá þessu, heldur hvorki marin né rifin.

Eftir vaxið finnst mér ég vera mýkri í kringum píkuna og maður er laus við alla stingandi brodda. Svæðið er líka næmara og allar gælur skila sér í meiri nautn en áður.
Ég mæli eindregið með þessu og stefni á að fara aftur sjálf.

Ummæli

Vinsælar færslur