Eiginleikar karlmanna

Eftir því sem árin líða þroskast maður og áherslurnar í lífinu breytast. Ég hef tekið eftir þessu undanfarið og hef orðið vör við það hjá mér að ákveðnir eiginleikar karlmanna eru orðnir mér meira virði en aðrir.

Auðvitað eru eiginleikar eins og frumkvæði, ákveðni og fumleysi skemmtilegir og að sjálfsögðu er nauðsynlegt að þeir séu skemmtilegir og opnir. Ég hef þó komist að því að maður kemst ekki langt bara á þessu. Það sem vantar inn í dæmið er að þeir standi við stóru orðin. Það er ekki nóg að tala um hlutina ef að maður gugnar svo á því að framkvæma þá.

Mér finnst ég alltaf vera að lenda í þessu. Ég lendi á spjalli við skemmtilegan strák á netinu. Spjallið þróast í daður og maður viðrar fantasíur og langanir við viðkomandi. Viðkomandi tekur vel í það og spenna skapast okkar á milli. Ég verð spennt fyrir honum og hann gefur það sterklega í skyn að vera spenntur fyrir mér. Við förum að ræða það að hittast og láta mögulega verkin tala. Áhuginn er til staðar en þegar það á að negla niður tíma gufar kallinn barasta upp!! Eða hummar þetta einhvernveginn fram af sér.

Sían hjá mér er mjög fín! Ég fæ fullt af skilaboðum inni á einkamál og svara bara þeim sem ég vekja áhuga minn. Ekki margir komast þaðan og inn á msn hjá mér. Þar af eru örfáir sem ég hef raunverulegan áhuga á að hitta og óska eftir hittingi við. Þar af leiðir að ég er yfirleitt orðin frekar spennt fyrir viðkomandi og hef vissar væntingar. Þess vegna fer þetta háttalag alveg svakalega í taugarnar á mér. Hvernig væri að segjast bara ekki hafa áhuga og spara mér pirringinn og vonbrigðin?

Þar af leiðir að ég nenni ekki að eltast við karlmenn. Ef að einhver hefur raunverulegan áhuga þá sýnir hann það í verki og setur niður tíma og mætir á þeim tíma! Til dæmis var hugmyndin að við G myndum hitta par fyrir helgi. Þegar nær dró heyrðist ekkert meira í parinu. Hugmyndin var líka að hitta mann í leik núna á mánudaginn var, ég heyrði ekkert frá honum í síðustu viku eða um helgina. Ég var búin að nefna annaðkvöld sem álitlegt kvöld í hitting með öðrum, hann vildi vita hvenær ég gæti hitt sig en síðan þá hef ég ekkert heyrt í honum.

Þeir eiginleikar karlmanna sem standa upp úr hjá mér þessa dagana eru að þeir standi við það sem þeir segja! Séu samkvæmir sjálfum sér, heiðarlegir og svari skilaboðum frá mér. Þó svo svarið sé ekki annað en að þeir hafi ekki áhuga.

Ummæli

Vinsælar færslur