Smokkar í klámmyndir

Ég var að blaða inni á mbl.is um daginn og þessi fyrirsögn greip athygli mína: Smokkar verði skyldubundnir í klámmyndum. Hugmyndin er sem sagt að smokkar verði notaðir við samfarir í öllum klámmyndum framleiddum í Los Angeles í Bandaríkjunum, en samkvæmt fréttinni er 90% allra Bandarískra klámmynda framleiddar þar.

Mér finnst þetta frábært og þetta er án efa góð forvörn. Með þessum hætti venst fólk á að sjá smokka í klámmyndum og það verður því "eðlilegra" og auðveldara að nota þá. Þetta er jú allt í hausnum á manni.

Hvað klámefni almennt varðar finnst mér samt skemmtilegra að hafa karlana smokkalausa.... Það er samt kannski bara ég.

Ummæli

Vinsælar færslur