Kynjajafnrétti í hávegum haft í Danmörku

Mér var bent á þessa frétt um daginn á pressunni: Kynjajafnrétti í hávegum haft í Danmörku: Makaskiptaklúbbur má ekki láta karla borga meira.

Þessi umræða er ekki ný af nálinni svosem. Til dæmis þurfa karlmenn að borga fyrir aðgang að einkamal.is en konur ekki. Það verður til þess að maður rekst á margar konur þarna undir fölskum formerkjum, því karlarnir á bak við notendanöfnin eru ósáttir við að þurfa að borga fyrir það eitt að vera karlkyns.
Persónulega finnst mér rök makaklúbbsins alveg góð og gild og augljóslega verða engir svona klúbbar ef að konurnar vantar.

Ummæli

Vinsælar færslur