Áramótaheit

Núna er janúar að síga á seinni hlutann og ég hef enn ekki gert áramótaheitið mitt opinbert. Ég setti mér reyndar tvennskonar áramótaheit.

Annarsvegar ætla ég að ganga 500 km á árinu. Það er engin agaleg vegalengd og ég ætla að taka mér þessa 365 daga sem í boði eru til að uppfylla það.

Hinsvegar ætla ég að fá 200 fullnægingar á árinu. Mér finnst það svakalega mikið ef satt best skal segja. Ég setti mér þetta markmið í einhverju bjartsýniskasti með það í huga að ef að ég fæ það oftar, þá verður það kannski auðveldara þegar fram í sækir og tekur styttri tíma. Ég þarf þá ekki að taka mér tuttugu mínútur í handavinnu og á þá kannski auðveldara með að fá það í mismunandi aðstæðum. Mér finnst þetta spennandi markmið og áhugavert að sjá hvort það sé eitthvað til í þessum pælingum mínum.

Ummæli

Vinsælar færslur