Íkveikjur

Sumir hlutir eru líklegri til að kveikja í manni en aðrir. Mismunandi hlutir hjá mismunandi fólki. Í ljósi slökkvitækjafærslunnar finnst mér viðeigandi að taka íkveikjur fyrir. Hvaða hlutir, þættir eða eiginleikar kveikja í mér?

Og núna þarf ég að hugsa....


Ég get farið að telja upp líkamlega eiginleika eins og breiðar herðar, sterkt bak, fallegt bros, varir, flott augu o.s.fr. En málið er að viðkomandi getur haft alla þessa eiginlega en getur samt alls ekki kveikt í mér.
Það sem kveikir í mér er ekki fengið með útlitinu. Það sem höfðar til mín er gáfnafar og sá eiginleiki að geta haldið uppi skemmtilegum samræðum. Maður sem hefur sjálfstraust og kímnigáfu, ákveðið fas og er passlega áræðinn, svo ég tala ekki um kinký og opinskár gagnvart kynlífi, getur heillað mig algjörlega upp úr skónum... Með þannig manni myndi ég hoppa upp í rúm hvenær sem er. Flotti gaurinn sem getur ekki haldið uppi samræðum en er þó algjört augnayndi á þá ekki séns.

Ummæli

Vinsælar færslur