Kertaleikir

Ég hef tekið eftir einu! Þegar ég hef verið að leika við mann og annan og leikirnir hafa innihaldið kertavax þá er það tilhneiging manna að halda niðri í sér andanum áður en og á meðan þeir heilla vaxinu á mig.
Ég áttaði mig á þessu um daginn þegar ég var bundin niður í rúm. Hýðingunni var lokið og eitthvað annað var í bígerð og þar sem ég var með bundið fyrir augun sá ég ekki neitt. Svo kom dauða þögn! Algjör dauða þögn! Ég heyrði ekki einusinni andardrátt leikfélagans. Og svo fann ég heitt vaxið lenda á nakinni húð minni. Alltaf kom þessi algjöra þögn áður en vaxið lenti á mér.
Ég áttaði mig á því að svona hefur þetta verið með öllum sem hafa hellt heitu vaxi á mig. Kannski óttast þeir að brenna sig sjálfa eða kannski er þetta svo spennandi að þeir halda niðri í sér andanum af spenningi. Kannski er það þetta forboðna. Maður á jú ekki að leika sér að eldi, það sagði mamma mína alltaf. Er það að halda á logandi kerti og láta vaxið leka á einhvern ekki svo gott sem að leika sér að eldi?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hmmm.... ég þarf að athuga hvort ég geri þetta við tækifæri.

Vinsælar færslur