Kókosolía er allra meina bót

...eða svo er mér sagt. Góð í matargerð, góð á húðina og í hárið og til inntöku.

Ég spæsti mér í eina krukku af þessu undraefni í síðustu innkaupaferð. Um kvöldið skellti ég mér í gott freyðibað, notaði svo góðu sturtusápuna og skrúbbaði líkamann hátt og lágt. Eftir öll herlegheitin opnaði ég krukkuna og smurði olíunni á mig.
Þegar ég var búin að bera þetta undraefni á mig var ég löðrandi í olíu, vægast sagt, og gat varla hreyft mig af ótta við að smyrja henni utan í allt og alla. Í ofaná lag þá lyktaði ég eins og bounty súkkulaðistykki. Það er nákvæmlega þannig lykt af olíunni. G var aftur á móti hrifinn og ég held að hann hafi helst viljað borða mig með húð og hári, og bounty-bragði.
Ég verð samt að viðurkenna að þessi olía fer mjög vel með húðina. Ég held að húðin á mér hafi aldrei verið jafn mjúk og falleg og hún er eftir að ég fór að bera þessa ólíu á mig.

Ég held að það gæti líka verið skemmtilegt að eiga latex lak og leika sér að þessari olíu. Maður getur verið vel smurður en ekki þurft að hafa áhyggjur af rúmfötunum, heldur bara notið þess að vera sleipur og löðrandi í olíu.... með bounty-bragði. ;o)

Ummæli

Vinsælar færslur