Slökkvitæki


Sumir hlutir kveikja í manni en aðrir eru frekar til þess fallnir að slökkva eldana. Það eru nokkrir hlutir sem geta algjörlega slökkt í mér og drepið niður alla löngun til að sunda kynlíf.

Í fyrsta lagi óhrein og illa lyktandi tippi. Ég vil helst ekki koma nálægt þeim.
Í öðru lagi andfýla. Í kynlífi þá vill það oft vera þannig að maður er með andlitið voðalega mikið ofaní leikfélaganum. Kossar og sumar stellingar gera það hreinlega óhjákvæmilegt. Andfýla drepur niður stemminguna í svona mikilli nálægð, vægt til orða tekið.
Í þriðja lagi táfýla. Það er bara einhvernveginn ekki æsandi að vera með einhverjum sem angar af táfýlu.
Í fjórða lagi reykingafýla. Hún sest líka í allt! Föt, hár, húsgögn o.s.fr.
Í fimmta lagi vindgangur. Ég veit að það er eitthvað sem maður ræður kannski ekki alveg við og eitt og eitt prump angrar mig ekkert sérstaklega. En það er ekki æsandi sé það sífellt að gerast, hjá mér eða leikfélaganum. Stemminginn vill oft breytast í kjölfarið og fer þá yfirleitt úr því að vera æsandi og nautnafull yfir í hlátur og meiri fíflagang.

Þetta virðist voðalega mikið vera lyktartengt hjá mér. Líkamslykt angrar mig ekki, væg karlmannleg svitalykt getur virkað bara æsandi, en þegar við erum að tala um sterka lykt eða vonda lykt þá getur það slökkt algjörlega á mér og ég hika ekki við að senda leikfélagann í sturtu ef mér er ofboðið.

Ummæli

Vinsælar færslur