Sögusafn

Ég fór upp í sumarbústað um helgina í rólegheit og afslöppun. Tölvan fékk að koma með en netið var skilið eftir heima. 
Ég lifði þessa dvöl vel af og tókst að gera smá tiltekt í tölvunni meira að segja. Í þessari tiltekt komst ég að því að ég á hvorki  meira né minna (allavega ekki minna) en ellefu ókláraðar sögur! Að sjálfsögðu var brett upp ermar og svolítið skrifað. Mér tókst að klára eina sögu og byrja á annarri. Þannig að ég á ennþá ellefu ókláraðar sögur í tölvunni minni. 

Betra er seint en aldrei og hérna má finna Föstudagsfantasíu

Gjörið þið svo vel. 

Ummæli

Vinsælar færslur