BDSM partey

Jább, ég fór í eitt slíkt um síðastliðna helgi. Ég verð bara að viðurkenna að þessi partý eru þau skemmtilegustu sem ég fer í. Fullt af allskonar fullorðnu kinky fólki að leika sér. Blogghugmyndirnar flæða í þannig aðstæðum, svo ég ætti að hafa eitthvað að skrifa um næstu vikurnar.

Eitt af því skemmtilegasta sem ég sé við svona partý eru leikföngin. Fólk mætir oft með eitthvað af dótinu sínu eða allt dótið sitt. Þá getur maður skoðað hvað til er, fengið að prófa áður en maður fer að fjárfesta eða fengið skemmtilegar hugmyndir að leikföngum. Ég fór til dæmis beint í Blómaval og Húsasmiðjuna eftir partýið og fjárfesti í bambusstöng og sandpappír. Síðan var bambusinn tekinn og pússaður í öreindir og úr varð gullfallegur cane.
Fólk er mis dóta-sárt, ef þannig má að orði komast. Ég sjálf myndi alls ekki lána hverjum sem er dótið mitt, og alls ekki hvaða dót sem er heldur. Ég var þó svo heppin að í partýinu fékk ég lánaðann bit-gag. Mig langar að fjárfesta í svoleiðis þegar fram líða stundir og langaði að sjálfsögðu að fá að prófa. Úr varð að ég fékk gaginn lánaðann og lagði fram korsett í tryggingu fyrir því að gaginn myndi skila sér heim.
Gaginn reyndist gersemi og mér finnst einhvernveginn þæginlegra að bíta í hann heldur en hefðbundinn ball-gag. Það er réttara álag á tennurnar með bit-gaginum. Gallinn við hann er þó sá að mér finnst eins og ég geti bitið í mig með honum. Það er að varirnar eða munnvikin klemmist á milli tanna og gagsins. Engu að síður þá færðist svona bit-gag enn hærra upp á dótaóskalistann minn eftir þessa prufu....

Ég á afmæli bráðum ;o)

Ummæli

Vinsælar færslur