Friendzone


Ég er búin að vera svolítið upptekin af því undanfarið. Hvernig veit maður að maður er kominn í the friendzone!? Ég er með tvær tilgátur að því.

Nr. 1.
Þegar gaurinn eða gellan sem maður er að skjóta sér í fer að tala eða leita ráða hjá manni um einhvern annan gaur eða aðra gellu. Þegar þannig er í pottinn búið er maður augljóslega ekki gaurinn eða gellan (með greini!) sem viðkomandi er efst í huga. Væri maður gaurinn eða gellan sem viðkomandi er efst í huga þá væri það maður sjálfur sem viðkomandi væri að tala um eða leita ráða varðandi hjá einhverjum öðrum.
Ég veit það bara hvað mig varðar að ef að ég er virkilega spennt fyrir einhverjum, þá fer ég ekki til viðkomandi aðila og tala um einhvern annan sem ég er minna spennt fyrir, eða leita ráða hjá viðkomandi varðandi þann sem ég er minna spennt fyrir.

Nr. 2.
Þegar gaurinn eða gellan sem maður er að skjóta sér í kvartar undan konum eða körlum almennt við mann. Þá er einhvernveginn búið að taka mann úr þeim hóp og maður er ekki lengur mögulegur leikfélagi, heldur er maður orðinn einhvernveginn kynlaus. Hver kannast ekki við að heyra frá einhverjum þessa fleygu setningu: Ég skil ekki konur? eða: Ég skil ekki karlmenn? Jafnan hefur viðkomandi þá lent í einhverju misjöfnu hvað hitt kynið varðar og vill fá útrás á manni eða ráðleggingar, sbr. tilgátu nr.1. 

Fleiri tilgátur eru vel þegnar.

Ummæli

Vinsælar færslur