Hver ber ábyrgðina?

Undanfarið hef ég verið að horfa svolítið á The Big Bang Theory. Í einum slíkum þætti segir mamma Leonards(ein af aðal söguhetjunum) eftirfarandi setningu: "I have been responsible for my own orgasms since 1982". Penny(sem er einnig ein af aðal söguhetjunum) setur upp hryllingssvip og segir bara: "Jæks!".
Já... Sjálf ber ég fulla ábyrgð á mínum fullnægingum og dettur ekki í hug að kvarta undan því. Ef að svo heppilega vill til að einhver annar en ég sjálf getur fullnægt mér, án þess að ég eigi þar nokkurn hlut að máli, þá er það bara frábært! Ábyrgðin er samt ekki á leikfélaganum að ég fái það þó svo að hann hafi orðið til þess að ég fengi það.

Ef að það er á ábyrgð leikfélagans að maður fái það, er það þá ekki líka á ábyrgð hans ef að maður fær það ekki? Eru þetta ekki tvær hliðar á sama peningnum? Það myndi ég halda. Ég held líka að engum myndi detta í hug að klína ábyrgðinni á rekkjunautinn ef að maður fær það ekki. Maður getur verið illa stemmdur, í lélegu dagsformi, illa sofinn, búinn að rúnka sér einum of oft þann daginn o.s.fr.. Það getur alveg óendanlega margt legið að baki því að fá það ekki svo að það er fáránlegt að hengja ábyrgðina af eigin fullnægingum á einhvern annan.

Fullnæging af völdum einhvers annars en manns eigins er bara bónus :o)

Ummæli

Vinsælar færslur