Konan mín og kærastan hennar

Í BDSM partýinu sem ég fór í um daginn voru tvær konur frá Seattle í Bandaríkjunum. Það er alltaf gaman að hitta nýja perra og fræðast um það sem er að gerast í úglöndunum. Enda var hópur af fólki í kringum þær allan tímann!

Nema hvað, málið var að önnur konan og eiginmaður hennar ætluðu að fara í þessa Íslandsför. Því miður fór það svo að eiginmaðurinn veiktist skömmu fyrir flugtak og komst þar af leiðandi ekki með. Eiginkonan hringdi þá í kærsustu sína og bauð henni að koma í hans stað. Þannig að þær tvær skelltu sér í Íslandsreisu.
Það sem að mér finnst svo magnað er að þetta virðist vera eðililegasti hlutur í heimi hjá þeim. Önnur konan á eiginmann og kærustu. Kærastan hennar á þar af leiðandi kærustu sem á eiginmann og eiginmaðurinn á konu sem á kærustu. Svo virtist samt að eiginmaðurinn og kærastan væri ekki í neinu sérstöku sambandi sín á milli.
Maður heyrir um þessa hluti en samt eru þeir svo fjarri manni sjálfum.

Sigga Dögg var til að mynda með þátt um fjölsambönd um daginn þar sem þetta var tekið fyrir. Það sem kom mér mest á óvart í þeim þætti var að svo virðist sem að oftast sé einn einstaklingur í mörgum samböndum sem samanstanda af aðeins tveimur manneskjum. Ég einhvernveginn hélt að þegar um fjölsamband væri að ræða þá væru allir með öllum. Tvær manneskjur tækju þá þriðju manneskjuna inn í sitt samband, þannig að sambandið samanstæði þá af þremur einstaklingum en ekki bara tveimur. Ég efast ekki um að það sé til en það er eflaust í færri tilvikum en hitt.

Mér finnst þetta ákaflega fallegt og spennandi. En eins erfitt og það er að viðhalda einu sambandi, hver leggur þá í að viðhalda tveimur? Eða þaðan af fleirum?

Ummæli

Vinsælar færslur