Rauði varaliturinn

Stundum þegar ég er í þannig skapi þá hátta ég mig inni á baði og set á mig hárauðann varalit. Geng síðan inn í svefnherbergi og halla mér upp að dyrastafnum í sæmilega ögrandi stellingu. G veit alveg hvað þetta þýðir Það þýðir að ég er í druslulegu skapi, gröð, viljug og langar að leika.

Mér finnst rauði varaliturinn mjög táknrænn. Hann táknar blóðið sem þýtur um æðar mér, hann sýnir hvað ég viljug og gröð og í honum felast fögur fyrirheit. Liturinn dregur athyglina að munninum mínum og upp á hvaða unað hann hefur að bjóða. G stenst sjaldnast mátið og dregur mig inn í herbergi. Munnmök eru í uppáhaldi hjá mér þegar ég er með þennan lit á vörunum. Liturinn smitast af vörunum mínum yfir á allt sem þær snerta. Stimpill sem segir að ég var ég. Liturinn klessist út um allt og smitast út á kinnar. Fyrir vikið verð ég frekar sóðaleg í framan sem G finnst jafnvel enn meira æsandi og leikurinn er rétt að byrja.

Ummæli

Vinsælar færslur