BDSM og vanillu sambönd, hver er munurinn?

Í gegnum spjall við strák sem vill endilega vera undirgefinn mér fór ég að velta þessu fyrir mér.

Þessi strákur vildi vita allt um leikföngin sem ég á, hann vildi vita allt um þá reynslu sem ég hef og hann vildi vita allt um það hvað ég geri við svona undirgefna stráka. Hann gat spjallað við mig tímunum saman um BDSM og hafði mikinn áhuga á því en hann gufaði upp um leið og talið barst að lífinu og tilverunni.
Þegar ég benti á þetta sagði hann að hann væri ekki svo góður í að spjalla á netinu en væri góður í því í alvörunni. Fyrir mér er spjall á netinu alvöru spjall. Ég hef gert það um árabil og kynnst fullt af frábæru fólki þannig.
Hitt svarið hans var að hann hafði bara svo mikinn áhuga á BDSM.

Allt í lagi, það svar er gott og gilt svo sem en það er á engan hátt grundvöllur fyrir því að ég taki hann að mér sem sub. Málið er að hefðbundin sambönd og sambönd sem byggja á drottnun og undirgefni eru ekki svo ólík. Hvort sem þú ert sætur strákur að leita þér að kærustu eða undirgefinn strákur að leita þér að dómínu þá er það grundvöllurinn fyrir sambandið að þekkja hinn aðilinn og líka vel við hann. Til þess þarf að tala saman og komast að því hvort að þið eigið saman yfir höfuð.
Það er geggjað hitta sæta stelpu en ef að hún reynist hafa allt annan húmor og áhugamál en þú eru ekki miklar líkur á því að þið verðið kærustupar. Að sama skapi er geggjað hitta dómínu en ef að þið hafið ólíkan húmor og gjörólík áhugasvið innan BDSM þá er ekki líklegt að það verði eitthvað meira úr því.

Það er nefninlega svo merkilegt að alveg eins og ég ríð ekki tippum heldur manneskjum, þá leik ég við manneskjur en ekki bara líkama þeirra. Það er ekki nóg að vera undirgefinn og vilja gera hvað sem er eða graður með stórt tippi og vilja ríða. Nei, þú þarft nefninlega að vera skemmtilegur sem einstaklingur, hafa skoðanir, geta rætt allt, geta vakið upp áhuga og forvitni og gera það að verkum að mig langi til að leika við þig.

Maður byrjar ekki með strák sem manni langar ekki að byrja með, alveg eins og maður drottnar ekki yfir strák sem manni langar ekki að drottna yfir.

Ummæli

Vinsælar færslur