í (sælu)vímu

Það er eiginlega ekki annað hægt að segja. Ég datt niður á síðu á netinu um daginn þar sem er að finna snið og aðferðir við að útbúa ýmsan fetish búnað úr leðri. Í kjölfarið skellti ég mér Hvítlist og fjárfesti í leðri og dóti til að sauma mér hettu. Saumaskapurinn gengur þokkalega, nema núna sit og ég bíð eftir að límið þorni svo ég geti límt niður saumana. Þá er upplagt að blogga svolítið, ekki satt?

Ég hef alltaf verið nautnaseggur í mér. Mér finnst ekkert betra en að vera snert, að mér sé klappað og að það sé gælt við mig. Ég hef stundum kallað mig snertifíkil. Maður myndi halda að í hörðum heimi BDSM væri ekki pláss fyrir svoleiðis lagað. Allavega við fyrstu sýn, og einhvernveginn hef ég ekki sett samasem merki á milli þessara langana minna og BDSM. Það var ekki fyrr en núna um daginn að augu mín opnuðust, eða að ég var tilbúin að opna augu mín fyrir því.
Innan BDSM heimsins er eitthvað sem kallast sensual domination. Google translate þýðir sensual sem nautnafull, og því má snúa þessu yfir á nautnafulla stjórnun. Innan þess geira eru gælur og strokur og önnur innilegheit í hávegum höfð. Eftir að hafa lesið nokkrar slíkar fantasíur og orðið veik í hnjánum fyrir vikið, er þetta eitthvað sem mig langar að kanna nánar.
Mig langar að finna alla taugaenda uppspennta af eftirvæntingu, mig langar að engjast um undan blíðri snertingu, mig langar að skjálfa af nautn og unaði og mig langar að finna sælurhollinn hríslast niður bakið á mér og senda rafmagnaða strauma á mína heilögustu staði...

Ummæli

Vinsælar færslur