Jakkarottupælingin

Þessi færsla er skrifuð í fyrradag, í hálfgerðri lím-vímu við hettusaumun.

Einhverntíman endur fyrir löngu á fetlife.com las ég um þetta fyrirbrigði.
Vísindamenn voru að fikta í rottum (en ekki hvað, rottur eru bestu vinir vísindamanna). Þeir s.s. voru með tvo hópa af ungum rottum og klæddu rotturnar í öðrum hópnum í jakka. Síðan urði rotturnar kynþroska og fóru að stunda rottukynlíf, annar rottuhópurinn í jakka og hinn án. Eftir einhvern tíma voru jakkarotturnar klæddar úr jakkanum. Í ljós kom að þeim gekk illa að stunda sitt rottukynlíf í kjölfarið. Þ.e. upphaflega kynlífsreynslan mótaði þeirra upplifun á kynlífi sem gerði það að verkum að þeim gekk illa að stunda það án jakkans.

Í framhaldi af þessu má gera sér í hugarlund að fetish virki einhvernveginn svona. Það er, fólk upplifir einhverja kynferðislega örvun í einhverju samhengi, og einhversstaðar þarna inni á milli er hlutur, efni, eða eitthvað annað sem fólk tengir svo kynferðislegu upplifunina. Þessi tenging veldur því að fólk örvast svo kynferðislega við þennan hlut, efni eða eitthvað annað.... Ég er hér um bil hætt að skilja sjálfa mig en vona að lesendur mínir geti skilið það sem ég er að fara.

Ahaa... nú man ég. Þessi jakkarottupæling var sett fram í sambandi við harkalegt kynlíf og afhverju konur sem höfðu verið beittar kynferðislegu ofbeldi sóttu í harkalegt kynlíf eftir að ofbeldissambandinu var lokið. Sem sagt, reynsla þeirra af kynlífi mótaði þær þannig að þær örvuðust með við harkalegt kynlíf og nutu þess meira en hefðbundins.

Ég las það amk á fetlife.

Ummæli

MorganaDeVill sagði…
Já en afhverju vilja þá konur eins og t.d. ég, sem hef aldrei verið beitt kynferðislegu ofbeldi eða nokkru ofbeldi yfir höfuð, láta flengja sig?

Vinsælar færslur