Blygðunarkennd

Ja, hver hefði trúað því en ég er víst með eina slíka.

Ég hef nefninlega tekið eftir því undanfarið í leikpartýum að mér líður ekki vel með að horfa upp á suma leiki. Það er eitthvað við þá sem einfaldlega fær mig til að langa að vera allsstaðar annarsstaðar en þarna sem áhorfandi. Fólk sem leikur í leikpartýjum gerir það á þeim forsendum að aðrir séu á staðnum og geti verið að fylgjast með þeim. Ef fólk vill næði fer það bara inn í herbergi og lokar að sér, nú eða leikur ekki í leikpartýjum og gerir það bara innan fjögurra veggja síns eigins heimilis.
Þeir sem eru að fikra sig áfram á BDSM brautinni finna oft öryggi í því að leika innan um aðra. Þá er fólk á staðnum sem getir gripið inn í ef að leikurinn virðist vera að fara úr böndunum. Yfirleitt er einhver meira en til í að binda og/eða hýða nýliða í partýjum og leyfa þeim að prófa sitt lítið af allskonar. Þannig að það er alls ekki vitlaus hugmynd að kíkja í svona partý, til að sýna sjálfan sig í flotta fetishklæðnaðinum, til að sjá aðra í sínum flotta fetishklæðnaði (í BDSM tengdum partýum er mikið um leður og korsett og allskonar flottan fatnað), eða til að sjá hvaða leikföng fólk á, fylgjast með öðrum að leik og mögulega fá að prófa sjálfur.

Þetta var ég einmitt að útskýra fyrir félaga mínum og minntist á að stundum verð ég vitni að leik sem mér finnst beinlínis óþæginlegt að horfa á. Viðbrögðin sem ég fékk voru "þetta sem sagt særir blygðunarkennd þína." Mig rak í rogastans. Ég hef alltaf álitið sjálfa mig opna manneskju, ég get talað um hér um bil allt (nema fótbolta), ég reyni að vera opin fyrir öllu og tek öllum eins og þeir eru. Ég er frjálslynd og finnst að fólk eigi að mega gera það sem það vill, svo fremi sem það særir engann. Ég tengi einmitt blygðunarkennd ekki við þessa eiginleika. Ég tengi blygðunarkennd við elda fólk sem fussar og sveiar yfir öllu og hneikslast á smámunum. Fólk sem er þröngsýnt og ef til vill fordómafullt og getur t.d. ekki horft upp á konu gefa barni brjóst í margmenni. Ég er ekki svoleiðis manneskja og er meðvituð um að verða ekki þannig manneskja.

Í kjölfarið fór ég aðeins að lesa mér til. Það er erfitt að finna góða skilgreiningu á því hvað blygðunarkennd er og hún er misjöfn eftir einstaklingum. Fólk hefur jú mis þykkan skráp og mis stóran reynslubanka. Það sem særir blygðunarkennd eins særir ekki blygðunarkennd annars. Eftir að hafa brotið heilan um þetta lengi vel komst að því að sennilega var þetta rétt hjá honum. Þetta snerti óþæginlega við einhverjum streng innra með mér sem er nær aldrei hreyfður. Þess vegna finnst mér erfitt að reyna að lýsa þessari tilfinningu og henda almennilega reiður á hana. Þarna fann ég blygðunarkenndina í sjálfi mér.

Ummæli

Vinsælar færslur