Nóg að gera


Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana. Ég átti afmæli um daginn og sá að ég á eftir að breyta aldrinum mínum hérna á blogginu. Nema hvað, í tilefni þess að ég varð 29 ára um daginn stendur til að halda kinky-afmælipartý um næstu helgi. Þangað koma vel valdir perrar til að gera sér glaðan dag.


Fyrr þennan sama dag ætla ég að vera með leðurnámskeið í ólagerð. Það vill einmitt svo til að enn er pláss á námskeiðið hjá mér ef einhver vill koma og kynna sér leður og læra að gera ólar. Þannig að hérna kemur smá auglýsing fyrir námskeiðið.


Leðurnámskeið - hnoðaðar ólar


Á námskeiðinu verður smá fræðsla um leður, farið verður í undirstöðuatriðin í vinnu með leðri og viðhald á leðurvörum. Hvað á, hvað má og hvað má alls ekki gera. Síðan verður farið yfir í verklega hlutann þar sem og þátttakendur fá að hanna og smíða sínar eigin ólar. Að þessu sinni verður unnið með hnoðaðar ólar og að námskeiði loknu ættu þátttakendur að vera fullfærir um að geta gert hnoðaðar ólar upp á eigin spítur.


Á námsskeiðinu sjálfu fá þátttakendur val um að búa til háls- og handa- eða fótaólar, eða handa- og fótaólar.


Námskeiðið fer fram þann 8. mars næstkomandi og er frá kl. 12:30 til ca 16:30 í 105 Reykjavík


Verð á námskeiðið er 9000 kr. Innifalið í því er allt efni. Á staðnum verða áhöld til leðurvinnu en þátttakendur þurfa þó að koma með hamar og skurðarbretti sem má laskast.


Skráning fer fram hjá perrastelpa69@hotmail.com og að sama skapi svara ég þar öllum fyrirspurnum.


Ég vona að einhver vilji nýta sér þetta einstaka tækifæri.

Ummæli

Vinsælar færslur