Litlan í mér

Ég komst að því fyrr í vetur að það býr ein lítil sæt litla í mér. Núna sitja eflaust einhverjir og klóra sér í hausnum á meðan aðrir hugsa já, ok, áhugavert og enn aðrir múhahaha... illkvitnislegt bros. 

Innan BDSM er ákveðinn flokkur hlutverka eða leikja sem ganga út á DaddyDom og Baby girls eða littles.
DaddyDom er föðurlegur drottnari, einhver sem umvefur subbinn sinn hlýju og ástúð, verndar hann og styður og styrkir. Hvetur hann til að ná árangri en er alltaf til staðar ef að eitthvað bjátar á. DaddyDominn kemur fram við subbinn sinn sem dýrmætustu eign sína og baðar hann í athygli. Ef að þú spyrð mig, þá finndist mér að þetta ætti að eiga við um alla drottnara.
Það eru svo ákveðin líkindi á milli litlunnar og barns. Litlan er samt á engan hátt barn, heldur fullorðinn einstaklingur sem hefur eflaust skyldum að gegna í samfélaginu. Hún dáir drottnara sinn og virðir hann. Leitar til hans eftir hlýju og athygli og ef að eitthvað bjátar á. Hún gæti hegðað sér barnalega í kringum drottnarann eða í ákveðnum aðstæðum.

Ég hef alltaf álitið mig frekar þurfandi subb. Ég þarf mikla athygli, mikil samskipti og mikið hrós frá drottnara mínum. Ég þarf að vita hvernig ég stend mig, ég þarf að vita að hann sé ánægður með mig og ef að ég fæ minnsta grun um að eitthvað bjáti á þá fer ég strax að efast um sjálfa mig, hann og sambandið í heild sinni. Þegar ég skrifa þetta núna finnst mér skrítið að ég hafi ekki skoðað DaddyDom/babygirl pakkann fyrr en núna.

Ekki alls fyrir löngu greip ég í spil í vinnunni spilaði við kennara nokkurn, mann á miðjum aldri. Í gegnum spilið tókum við að gantast hvort í öðru. Ég stóð svo sjálfa mig að því að sleppa mér í barnslegri gleði í spilinu, með öfgafullum tilþrifum og slatta af daðri. Hans viðbrögð voru að hlæja og spila með. Hlutverkin voru samt skýr: Hann var þroskaði aðilinn sem naut barnaskaparins í mér og baðaði mig í athygli og skemmtilegum athugasemdum. Ég var sú barnalega sem sýndi ýktar tilfinningar við sigrum og tapi og naut athyglinnar í botn. Ég stóð mig meira að segja að því að langa til að halda þessum leik áfram og sjá hvar það myndi enda.
Í þessum aðstæðum uppgvötaði ég hlið á mér sem ég hef aldrei séð áður. Þegar leið undir lokin á spilinu áttaði ég mig á því að það væri kannski ekki viðeigandi að hegða sér svona, á sama tíma naut ég þess of mikið til að vera tilbúin að hætta því. Í þessum aðstæðum braust fram litlan í mér, litlan sem ég vissi ekki einusinni að ég ætti til. Mig langar pínulítið að kynnast henni betur....

Ummæli

Nafnlaus sagði…
:)

Vinsælar færslur