Meira um kynlífsfíkn

Mér var bent rannsókn um daginn þar sem mýtan um kynlífsfíkn var hrakin.

Í þessari rannsókn var fólk sett í heilaskanna. Vitað er að ákveðnar stöðvar í heilanum lýsast upp eins og jólasería þegar fólk sem haldið er fíkn fær stöffið sitt, hvort sem það er áfengi, tóbak, sykur, eiturlyf eða hvað sem það er. Þannig að auðvelt er að greina fíkn með heilaskanna. Í þessari rannsókn var fólk með kynlífsfíkn sett í svona skanna og sýnt klámefni.
Í örstuttu máli þá sýndu niðurstöðurnar fram á að þegar fólkið sem átti að vera haldið kynlífsfíkn sá klámefni lýstust ekki upp fíknstöðvarnar, heldur þær heilastöðvar sem tengjast áhuga og áhugamálum fólks.

Rannsakendurnir dróu þá ályktun að kynlífsfíkn væri hreinlega ekki til.

En eins og með allt annað í vísindum þá þarf eflaust að skoða þetta nánar og betur og endurtaka tilraunina til að getað slegið þessu á fast. Mér fannst þetta samt mjög áhugaverðar og skemmtilegar niðurstöður.

Ummæli

Vinsælar færslur