"Of góður í rúminu"

Þegar ég les svona fréttir þá er ég ákaflega fegin að búa ekki í blokk.

Ítalskur maður frá þorpinu Vigodarzere í grennd við borgina Padóva var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að vera "of góður í rúmínu". Alls lögðu tólf nágrannar Romeo fram kæru vegna þess að kærasta hans var of hávaðasöm þegar parið stundaði kynlíf. Nágrannarnir, sem búa í sömu blogg og hann, segja Romeo hafa truflað friðinn í blokkinni og að stunur kærustunnar hafi haldið vöku fyrir þeim. Meira um þetta hérna.

Það sem ég tek helst eftir er að hann er kærður en ekki kærastan sem er svona hávaðasöm. Hvað á það að þýða?
Ég veit það manna best að það getur verið erfitt að hafa hljótt þegar mann langar mest að öskra og láta allan heiminn vita af því hvað þetta er sjúklega gott! En ég get samt haldið hávaðanum niðri þegar það á við. Ég myndi aldrei segja að hávaðinn í mér væri rekkjunautnum að kenna. Að hann væri bara of góður og ég gæti ekki hamið lætin í mér.
Tilhugsunin er reyndar svolítið heit..... Það samt virkar ekki svoleiðis í raunheimum.

Sé þetta virkilegt vandamál hjá stelpugreyinu má redda því með hinum ýmsustu munnkeflum... Í versta falli sokkur, tuska eða nærbuxur og límband yfir. Það myndi dempa hávaðann og nágrannarnir fengju svefnfrið.
Málinu reddað! ;o)

Ummæli

Vinsælar færslur