Ritgerðarsmíð

Ég er að gera ritgerð í skólanum þar sem ég skoða kynhegðun unglinga, áhrif fjölmiðla og hvernig kynfræðslu á Íslandi er háttað. Eins og lesendur mínir geta eflaust getið sér til þá hef ég rosalega gaman af þessu efni. Í fyrsta skipti í sögunni hef ég virkilegan áhuga á því sem ég er að lesa mér til um og er komin með miklu meira efni en ég hef þörf fyrir. Meira að segja hef ég verið að glíma við það lúxusvandamál að eiga erfitt með að greiða úr öllu þessu efni og velja hvað kemst í ritgerðina og hvað ekki. Lesendur mínir munu hinsvegar njóta góðs af því mikið af þessu hefur vakið mig til umhugsunar og fullt af vangaveltum eiga sér stað í kollinum á mér sem mig langar að koma til skila.

Núna var ég að klára að lesa skýrslu þar sem sjónvarpsefni var greint eftir kynferðislegu innihaldi. Niðurstöðurnar voru þær að í fimm af hverjum sex þáttum sem gerðir eru sérstaklega með unglinga í huga (12-17 ára) er kynlíf uppi á dekki, það er: umræða um kynlíf, kynferðislegar athafnir eða vísanir í kynlíf á einhvern hátt. Rúmlega helmingurinn af kynferðislegum athöfnum sem eru birtar eru kossar en í 20% tilvika eru það samfarir. Að sama skapi er sjaldnast komið inn á áhættuna sem fylgir kynlífi og umræðan um getnaðarvarnir eða kynsjúkdóma er hverfandi(fyrir nördaperra má lesa allt um þetta hérna:http://kaiserfamilyfoundation.files.wordpress.com/2013/01/sex-on-tv-3.pdf)

Sláandi niðurstöður finnst mér en koma kannski ekki mikið á óvart þegar maður hugsar um þætti eins og How I met your mother og Glee.

Í þessari skýrslu eru líka tekin dæmi um það hvernig kynferðislega efnið kemur fyrir. Þá eru stuttar lýsingar á senum sem innihalda kynferðislegt tal, tilvísanir eða athafnir. Ég get alveg gleymt mér í lestrinum á því. Það hefur samt þann galla að núna er ég orðin spól gröð!
Ef að ég mætti ráða myndi ég taka mér smá pásu frá lærdómnum, finna mér eitthvað æsandi til að lesa eða horfa á og fróa mér. En þar sem aðstæður bjóða ekki upp á svoleiðis lúxus þá verð ég bara að halda í mér.....


....og aftur að lærdómnum.  

Ummæli

Vinsælar færslur