Aldursmunur

Um daginn fór ég út að borða á ónefndan stað. Á næsta borði við okkur sátu nokkrir menn og voru að spjalla og gantast hver í öðrum. Eitthvað barst aldursmunur í tal hjá þeim og mátti skilja sem svo að því yngri sem daman væri, því betra og að menn séu djöfull seigir að eiga kærustu sem gæti allt eins verið dóttir manns. Félagi þeirra átti sem sagt nýja kærustu og virtist það vera almennt viðbrögðin sem þau fengu þegar þau fóru eitthvað saman að þarna væru feðgin á ferð.

Það hlýtur að hafa sína vankannta þegar aldursmunurinn er orðinn svo mikill að fólk gengur út frá því að parið séu feðgin, tja, eða mæðgin ef út í það er farið. Svo ef að maður spáir í þetta líffræðilega: Einhversstaðar las ég að kynhvöt kvenna væri hvað mest upp úr þrítugu. Ef að makinn er 25 - 30 árum eldri þá er hann að nálgast, eða orðinn, sextugur þegar konan er í kynferðislegum blóma. Ég velti því fyrir mér hvort að hann hafi hreinlega roð við henni þá?


Ummæli

Vinsælar færslur