Ávalt viðbúin

Ég lenti í mjög skemmtilegu atviki í dag.

Morguninn var tekinn með trompi með útsofi og góðu kynlífi í kjölfarið. Á þessum bæ eru smokkar sú getnaðarvörn sem er við lýði, svo smokkapakkinn var dreginn upp úr skúffunni og tættur í hengla í æsingnum. Glöggir lesendur geta eflaust getið sér til um að eftirleikurinn var mjög skemmtilegur og skilaði alveg sínu.
Eftir þessa góðu byrjun á degi þá gekk hann bara sinn vanagang.

Ég gerði mér bæjarferð og það var ekki fyrr en á heimleiðinni að mér klæjaði eitthvað aftaná lærinu öðru meginn. Eins og við er að búast þá fór ég að klóra mér og tók þá fyrst eftir því að það var eitthvað inná buxunum mínum. Ég minntist þess að sokkur hafði fundist í skálminni á buxum samstarfskonu minnar, svo ég gerði ráð fyrir því að þarna leyndist sokkur. Það kom mér því skemmtilega á óvart að þarna leyndist ekki sokkur heldur smokkur.

Ég gat ekki að því gert að ég brosti í kampinn og mér varð hugsað til slagorða skátanna: Ávalt viðbúinn.
Ég held að það hafi ekki verið í þessum skilningi sem þeir hugsuðu sitt slagorð.

Ummæli

Vinsælar færslur