Eirðarleysi

Þegar lítið er að gerast í lífi mínu, þegar kynlífið er á undanhaldi og lítið um leiki, eða þegar allt er einhvernveginn í föstum skorðum og fátt er til krydda lífið og tilveruna grípur mig eirðarleysi.
Ég festist þá oft í eigin hugarheimi þar sem nóg er um að vera eða fer að horfa í kringum mig á það sem aðrir eru að gera. Eða fer að horfa í kringum mig í leit að nýjum uppsprettum fyrir skemmtilegheit.

Þetta er hættulegur staður. Ég fer að daðra við siðferðisleg mörk og skil og er líklegri til að falla í freistni. Ég fer að ýfa upp eitthvað sem mætti kjurrt liggja og mögulega leita á gamlar slóðir. Ég gæti gert eitthvað sem ég myndi síðar sjá eftir og horfi framhjá hættumerkjum.
Stundum er þetta mjög spennandi og skemmtilegt. Ég er þá til í að gera eitt og annað sem ég myndi annars aldrei gera. Ég er til í að stökkva til og grípa gæsina. Ég er til í að horfa í hina áttina. Ég er líklegri til að taka fyrsta skrefið að einhverju meira, kyssa viðkomandi af fyrra bragði, snerta hann og draga á tálar. Ég er til í að fara inn á klósett á óþekktum bar með óþekktum einstakling (eða einstaklingum) og eiga þar stund baðaða hamslausum losta. Ég er til í að keyra um miðja nótt og eiga heita stund með manni án þess að vita einusinni hvað hann heitir. Ég er til í að fara beint úr einum hitting yfir í annan. Ég er til í að fara heim með einhverjum af ballinu. Ég er til í að hitta ókunnugt fólk bara fyrir kynlífið.
Ég er til í að gera hluti án þess að hugsa of mikið út í afleiðingarnar.

Hingað til hef ég verið heppin og afleiðingarnar hafa verið litlar sem engar en hversu mikið á maður að stóla á heppnina?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Lífið snýst að mörgu leyti um að spila jafnvægislist milli heppninnar og ævintýraþránnar. Það getur verið vandasamt en um leið skemmtilegt.

Vinsælar færslur