Hálsólafar

Í vetur fékk ég gistingu hjá leikfélaga mínum fyrir lotu í skólanum. Að sjálfsögðu var leikið um kvöldið og ég fór að sofa með litla sæta leðurhálsól um hálsinn.
Þegar hálsólin var fjarlægð morguninn eftir kom líka þetta glæsilega ólafar í ljós. Það er svosem eðlilegt að fá far eftir að hafa verið með ól á sér í einhvern tíma.

Farið var samt ennþá á sínum stað eftir morgunsturtuna og morgunmatinn. Ég brá þá á það ráð að vera með treflil um hálsinn á leiðinni í skólann.

Farið var samt ennþá á sínum stað þegar ég kom í skólann, þannig að ég gerði mér upp hálsbólgu til að þurfa ekki að taka af mér trefilinn.

Farið var ennþá á sínum stað í hádeginu þegar ég skrapp á salernið. Trefillinn fór aftur utanum hálsinn sem hefði bara verið í góðu lagi ef að það hefði ekki verið svona heitt inni í kennslustofunni. Ég fækkaði fötum eins og ég gat en var samt með treflinn á mér. Ég verð að viðurkenna það að mér leið frekar kjánalega.... en ég var bara svo ári *hóst*hóst* slæm í hálsinum.... *hóst*

Ég var með leifar af hálsólafari á hálsinum á mér allan daginn. Það var ekki fyrr en um kvöldið að það var alveg horfið og ég gat með góðri samvisku tekið trefilinn af mér.

Ég hef síðan þá afþakkað að sofa með þessa ól á mér.

Ummæli

Vinsælar færslur