Gaurinn með klemmuna

Ég er komin í kór og við erum að fara í ferðalag. Það kemur þessu bloggi hér um bil ekkert við. Manni finnst kór og BDSM einhvernveginn ekki eiga mikla samleið.

Málið er samt það að á æfingu í dag þá vorum við að syngja. Eitthvað þurfti að árétta karlsöngvarana í kórnum og mér var litið til þeirra. Þá var einn þeirra með klemmu á hálsinum. Jább! Bara venjulega þvottaklemmu klemmda á hálsinn á sér. Ég þurfti að kíkja tvisvar... og svo í þriðja, fjórða, fimmta og sjötta skiptið á hann. Og jú, hann var með þvottaklemmu klemmda á hálsinn á sér.

Sko, á munchi og í partýi þá myndi maður ekkert kippa sér upp við þetta. Ekki neitt. Þetta væri bara eðililegasti hlutur í heimi. En á kóræfingu er þetta ekki eðlilegasti hlutur í heimi. Út undan mér heyrði ég að þessi einstaklingur gerði þetta stundum. Þetta er bara Jói að vera Jói.... 

Jahá... Ætli Jói sé pínu masókisti í sér? Eitthvað smá kinky? Ætli ég eigi eftir að rekast á hann innan senunnar? Það sem mér kom samt helst í hug var að ég vissi um stað þar sem það hefði miklu meiri áhrif að setja klemmuna en hálsinn, og svo hvort hann myndi vera með hana nógu lengi á sér að það yrði virkilega vont að taka hana af.

Ummæli

Vinsælar færslur