Girnilegasti maðurinn á svæðinu

Ég horfi mikið í kringum mig hvar sem ég er og ég skoða fólk. Þegar ég kem inn í herbergi eða rými þá skanna ég fólkið sem þar er. Ég renni augunum yfir það og geri örstutta greiningu í hausnum á mér. Hverjir eru á staðnum, þekki ég einhverja, eru einhverjir spennandi þarna og svo velti ég útlitinu á þeim örlítið fyrir mér. Þetta gerist nánast því ósjálfrátt.

Alltaf reyni ég að staðsetja hann. Það gerist bara meðvitað eða ómeðvitað. Hver er hann? Jú, hann er girnilegasti einstaklingurinn á staðnum. Það skiptir ekki máli hvernig hópurinn er samsettur hann er alltaf til staðar. Hvort sem ég þekki alla í hópnum eða engann þá er alltaf einn sem er álitlegasti kosturinn. 
Einhver sem hefur eitthvað fram yfir hina. Það getur verið útlitið, það getur verið röddin, það getur verið klæðnaðurinn, það getur verið sú vitneskja sem ég hef um viðkomandi. 

Yfirleitt er ég mjög meðvituð um hann. Ég veit hvar hann er hverju sinni, við hverja hann talar, hvort hann skemmtir sér eða er hlédrægur. Sjaldnast reyni ég að nálgast viðkomandi. Oftast verð ég bara feimin gagnvart viðkomandi og meira til baka ef eitthvað er. Ég stelst til að kíkja á viðkomandi af og til og ef að ég mæti augnarráði hans er ég fljót að líta undan. Ef að ég veit að hann kíkir á mig þá sperrist ég upp, sit beinni, brosi meira, hlæ meira og læt meira bera á mér, allt að því ómeðvitað. Enginn hefur tekið eftir þessari hegðun minni að mér vitandi, enda reyni ég að láta sem minnst á því bera. En næst þegar við hittumst í fjölmennu rými, vittu til, hann er á staðnum. 

Helduru að þú gætir fundið út hver það er? 

Kannski ert það bara þú.... 

Ummæli

Vinsælar færslur