Innan BDSM heimsins hafa komið og farið ýmsar tískubylgjur. Þegar ég var að byrja áttu klemmur hug minn og fleiri aðila allan. Síðan virtist hýðingar vera aðal málið. Á tímabili voru það bindingar í hvaða merkingu sem er. Svo komu leikir sem snérust um stjórnun og hlýðni sterkt inn. En undanfarið virðist það vera nálarnar.

Auðvitað eru svo sem tískubylgjur í þessum geira eins og öðrum. Hlutir koma og þeir fara. Það sem hinsvegar ég tek eftir er að meirihlutinn virðist þurfa að fylgja straumnum. Enginn segir þetta upphátt eða opinskátt heldur virðast blætin smitast manna á millum. Forvitnin grípur um sig og fólk vill prófa það sem næsti maður er að gera.
Tilhneigingin er samt að gera alltaf meira og þurfa að toppa næsta mann eða síðasta leik. Nálaleikur með 20 nálum eru ekki nóg, heldur verða þær að vera 40, eða 100, eða 200 eða enn fleiri. Svo er ekki bara nóg að vera stunginn heldur þarf að gera fallegt mynstur úr því og helst kippa öllum nálunum út í einu með bandsspotta.
Allt í einu er maður orðin utangarðs fyrir að fíla ekki nálar eins og allir aðrir gera. Maður er hálfpartinn ekki gjaldgengur í umræðurnar því maður hefur ekki reynsluna og þekkinguna á þessu sviði.

Ég held að það sé frekar erfitt að vera að stíga sín fyrstu skref í svona umhverfi. Að vera nýji gaurinn sem er aðeins farinn að átta sig á því að hann fílar að binda kærustuna niður og rassskella hana þangað til rassinn á henni er orðinn eldrauður og glóandi en myndi aldrei detta í hug að stinga hana og hryllir við að sjá blóð.

Þó svo að senan á Íslandi sé kannski ekki sú stærsta í heimi þá er hún rosalega virk með hittingum oft í mánuði, fræðslu og skemmtun. Innan hennar er frábært fólk og öll kink eru velkomin svo framalega sem þau brjóta ekki í bága við lög og mannréttindi. Það er eitthvað sem við megum ekki gleyma. Ekkert kink er betra eða verra, meira eða minna, en eitthvað annað. Eitthvað sem fólk flokkar sem létt BDSM er alveg jafn mikið BDSM og eitthvað annað. Mörkin liggja á mismunandi stöðum hjá mismunandi fólki.

Punkturinn með þessari færslu er að við megum ekki bara gleyma okkur í okkar eigin fjöri og skemmtilegheitum og útiloka aðra þannig. Senan í heild sinni verður að vera meðvituð um að bjóða nýliða velkomna og láta þá finna að þeir séu það. Það gerist ekki með því spjalla bara um sitt eigið kink eða með því að gleyma sér í einkahúmor eða með vísan í fólk og atburði sem nýliðinn þekkir ekki til.




Ummæli

Vinsælar færslur