Skyndikynni og einnar nætur gamn

Ég hef verið að velta vöngum. Þegar ég leik eða stunda kynlíf snýst það að mörgu leiti um tenginguna sem ég hef við leikfélagann. Langanir og fantasíur okkar beggja fléttast saman í leiknum og báðir aðilar fá sitt út úr honum. Maður gefur jafn mikið, ef ekki meira, og maður þyggur vitandi að maður fær það til baka, stundum margfalt. Þess vegna leik ég ekki við hvern sem er. Að sama skapi stunda ég ekki kynlíf með hverjum sem er. Heldur verður þessi tenging að vera til staðar í einu eða öðru formi.

Aftur á móti þegar um skyndikynni eða einnar nætur gaman er að ræða þá er þessi tenging ekki fyrir hendi. Maður er ef til vill að hoppa upp í rúm með einhverjum sem maður þekkir lítið sem ekkert. Þar af leiðandi kann maður ekkert á viðkomandi, hvað honum finnst gott, hvað hann fílar, hvað æsir hann, hvað virkar og svo framvegis. Fyrir utan að skyndikynni og einnar nætur gaman er samkvæmt skilgreiningunni aðeins eitt skipti eða í mesta lagi örfá í viðbót við þetta eina. 
Þannig að þegar um skyndikynni er að ræða þá er forsagan lítil sem engin og að sama skapi litlir eða engir eftirmálar. Í þeim aðstæðum getur verið erfitt að gefa af sér. Þá snýst dæmið minna um leikfélagann og meira um mann sjálfan. Manns eigin hugarheim og langanir. Hvað ég vil fá út úr hittingnum en ekki endilega hvað leikfélaginn vill fá eða hvað við getum gert saman. Ég verð í aðalhlutverki, að minnsta kosti frá mínum bæjardyrum séð, en ekki leikfélaginn eða það sem við höfum saman.

Þegar hamslaus losti grípur mann og mann langar bara að ríða eða gera bara eitthvað... með einhverjum... núna! Þá eru skyndikynni málið. Ég er hinsvegar mjög sjaldan á þeim stað. Ég vil alltaf eitthvað meira. 

Ummæli

Vinsælar færslur