Sögutölfræði

Ég tók mig til um daginn og las allar sögurnar mínar.
Ég gerðist það vísindaleg að ég opnaði excel-skjal og punktaði hjá mér eitt og annað varðandi sögurnar.

Ég á 13 sannar sögur og 10 fantasíur. Persónulega finnst mér fantasíurnar miklu betri en sönnu sögurnar. Það er kannski kominn tími á eina virkilega góða sanna sögu.

Átta sögur eru BDSM, 12 algjör vanilla og þrjár sem eru á mörkunum.

Fullnægingar koma mis oft fyrir. Samtals eru 43 fullnægingar í sögunum mínum, að meðaltali eru þá 1,89 fullnæging á sögu. Í tveimur sögum fær karlinn ekki fullnægingu en í sjö sögum fær konan ekki fullnægingu. Ætli þetta endurspegli ekki pínulítið mitt eigið ástarlíf þar sem ég hef í gegnum tíðina ekki lagt neina ofur áherslu á mína fullnægingu en meira á fullnægingu leikfélagans. 

Í fjórum sögum fær konan það samt oftar en einusinni. Ég get fullyrt að það endurspeglar ekki mitt eigið ástarlíf. 

Lang flestar sögurnar, eða 17 talsins, eru í 1. persónu, þar sem ég er sögumaðurinn og segi frá. Ég gerði þetta... eða hitt... 
Heilar þrjár sögur er í 3. persónu, þar sem talað er um hann og hana. Hún gerði þetta... eða hitt...
Alveg tvær sögur eru í 2. persónu, þar sem talað er til þín. Þú gerir þetta... eða hitt...

Næstu sögur verða þar af leiðandi í 2. eða 3. persónu til að jafna þetta hlutfall.

Samtals eru sögurnar mínar 34.612 orð!! Það er næstum efni í heila bók.

Ummæli

Vinsælar færslur